Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Venja fólk af strætó !
Jæja þá er ég hætt við að selja bílinn, ætlaði að nýta mér strætó í sumar og hjóla líka með, ég bý næstum út í sveit í Kópavogi og þar sést strætó endrum og sinnum á daginn, en ef það á að minnka þjónustuna á ég ekki von á að geta nýtt mér þessa sjaldséðu almenningsvagna.
Lítur helst út fyrir að það eigi að venja fólk af einhverjum ósið, sjáiði bara til, næsta haust er búið að venja fólk af þessu og tómt í öllum vögnum og þá verða engir vagnar, engin ástæða til að endurskipuleggja þetta þá, því fólk verður vanið af þessu smá saman.
Til hamingju XD ,svona korter í kosningar finnst mér þessi hugmynd ykkar þess eðlis að ég villist ekki til að kjósa sjálfstæðisflokkinn, því þetta minnti mig á af hverju ég fylgi ekki sjálfstæðisflokknum.
Þetta er nefnilega í mínum huga, hluti af þjónustu við okkur sem erum ekki vel stæð og það er jú ekki á ykkar pallborði að hugsa til okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.